UM OKKUR
Jurgita og Svajunas heitum við, erum hjón og búum í Kópavogi. Jurgita er ferðaráðgjafi, skrifstofukona og blómaskreytir. Svajunas er sérfræðilæknir með doktorsgráðu í svæfingum og gjörgæslulækningum. Við höfum bæði mikinn áhuga á heilbrigðu mataræði og lífsstíl. Við höfum unnið markvisst að því að borða hollan mat og lifa heilbrigðu líferni. Á seinasta ári, árið 2024 lauk Jurgita námskeiði um olífuolíur í New York, sem hefur veitt henni enn dýpri þekkingu á olífuolíum og matarmenningu.

Frá árinu 2018 höfum við haft það að venju að heimsækja Krít með reglulegu millibili en Krít er yndisleg eyja í Grikklandi þar sem dásamlegt er að vera. Síðustu ár höfum við lært meira um menninguna, tungumálið, matargerðina og ýmsar hefðir sem gera Krít sérstaka. Þessi lærdómur hefur aukið áhuga okkar á náttúrulegum hágæðavörum frá þessari fallegu eyju. Þar má sérstaklega nefna olífuolíuna og hunangið sem neitt er með mikilli ástríðu af heimamönnum og elskað af öllum þeim sem það smakka.

Á ferðum okkar um eyjuna höfum við hitt margar yndislegar fjölskyldur sem búa á olífuökrum og fengið að heyra þeirra sögu. Þessar sögur vöktu áhuga okkar og forvitni að kynnast betur þessum gæða vörum, prófa þær og finna út þær allra bestu sem í boði eru. Við hjónin urðum strax ástfangin af olífuolíunum og viljum deila þessari ást okkar með öðrum. Biolea, Vassilakis, Pathos, og Sitia buðu okkur upp á bestu gæðin. Út frá þessari ástríðu okkar opnuðum við litla vefverslun sem býður upp á gæða vörur frá Krít. Vörur sem byggja á trausti og stuðla að sjálfbærri framleiðslu. Auk ólifuolíunnar erum við mjög hrifin af hunanginu frá Krít. Náttúrulegt hunang, bragðbætt með villtum jurtum og blómum. Innblásið af ótrúlega fallegu og villtu landslagi Krítar.
Við erum í nánum tengslum við fjölskyldur og framleiðendur sem leggja metnað sinn í að framleiða hágæðavörur.

Olífuolíur og hunang frá Krít jafngilt gulli í bragði og gæðum.