UM OKKUR – Eðalvörur frá Krít

Rýmingarsala! Stutt í fyrningardagsetningu! 50% afsláttur!

UM OKKUR

Við erum fjölskylda sem býr á Íslandi, erum mikið fyrir góðan mat og drekkum í okkur menningu hvert sem við ferðumst.  Árið 2018 keyptum við okkur fasteign á Krít og nýtum öll okkar frí á þeirri dásamlegu eyju.  Síðustu árin höfum við lært mikið um Krít.  Kynnt okkur menninguna, tungumálið, matargerð og hefðir.  Alls staðr ánni eru stórir ólífuakrar þar sem framleiddar eru margar tegundir af olíum.

Af ferðalagi okkar um eyjuna höfum við heyrt margar dásamlegar fjölskyldusögur tengdar ólífu ökrunum.  Þessar sögur vöktu upp hjá okkur forvitni um að kynnast meira þessum vörum, prófa þær og finna út hverjar voru bestar.  Við féllum algjörlega fyrir þessum olíum og nú var ekki aftur snúið.  Með tímanum höfum við kynnst nokkrum fjölskyldum sem framleiða olíur. 
Biolea og Vasiliakis fjölskyldurnar buðu okkur upp á mestu gæðin og eru fjölskyldur sem við treystum og viljum hafa viðskipti við.  Við heimsóttum þær og heyrðum sögur þeirra og í framhaldi fæddist þessi litla vefverslun okkar.  Dýrindis olíur frá Krít sem jafngilda gulli.