Sítrónuolía
Lemino olían, eða sítrónu olían er gerð úr lífrænum handtíndum Koroneiki ólífum sem ræktaðar eru í Astrikas Estate ræktarlendi. Þær eru svo steinmuldar og kaldpressaðar með lífrænum sítrónum. Útkoman er þessi dásamlega hágæða olía með sætum ilmi og sítrónu bragði.
Sítrónu olían er góð yfir grillað grænmeti, salat eða í bakaðar kökur og annað sætmeti.
Framleiðsla olíunnar er byggð á handverkshefð sem teygjir sig aftur um fimm ættliði þar sem áhersla er lögð á verndun umhverfisins.
250ml. flaska.